Hugleiðingar konu v. 6.0
 
20. okt. 2010
Falleg

Falleg.

Líklega samræmist það ekki pólitískum rétttrúnaði. Siðmenntuðu fólki og upplýstu ætti að finnast þessi mynd ljót. Hún er það bara alls ekki. Hún er falleg.

Ítalski ljósmyndarinn Fabio Gianelli tók myndina í Mílanó fyrr á þessu ári.
Smellið á myndina til að stækka hana.
posted by ErlaHlyns @ 22:24  
2 Comments:
  • At 20/10/10 23:09, Anonymous aagnarsson said…

    Þarna er eitthvað, ekki eins og það
    á að vera!

     
  • At 21/10/10 00:10, Blogger ErlaHlyns said…

    Mér finnst þessi mynd ótrúlega merkileg og finnst ljósmyndarinn þarna ná að fanga einstakt augnablik.

    Ég er konan sem langar að hringja í Barnaverndarnefnd ef ég sé ólétta konu reykja (jú, hef séð það).

    En þarna sé ég fegurð.

    Móðirin hefur fyrir því að halda á barninu á þennan hátt og gefa því brjóst, jafnvel þó hún sé úti á götu að ganga. Þetta hlýtur að vera í hæsta máta bæði erfitt og óþægilegt, en hún lætur sig hafa það. Því hún elskar barnið og vill það sem er því fyrir bestu, ímynda ég mér.

    Ég ímynda mér líka að hún sé fátæk og ómenntuð og sé hreinlega ekki meðvituð um hversu svívirðilegt það er að reykja ofan í ungbarn, svo ég tali nú ekki um að reykja ofan í eigin brjóstamjólkurframleiðslu.

    Ég ímynda mér að hún viti ekki hvað hún gjörir, jafnvel þó árið sé 2010. (Fyrst hélt ég reyndar að þetta væri margra áratuga gömul mynd).

    Nafni myndarinnar sleppti ég viljandi í færslunni.

    Myndin heitir: Sígaunamóðir með barn.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER