Hugleiðingar konu v. 6.0
 
19. okt. 2010
Berjablá-maís
Þegar ég var ólétt byrjaði ég aldeilis að borða ís.
Jú jú. Áður fékk ég mér alveg ís af og til, en þarna fór ég að BORÐA hann og hef gert allar götur síðan.

Bragðarefur með Maltesers, jarðaberjum og Snickers. Rjómaís með heitri súkkulaðisósu. „Ís ársins“ beint upp úr dollunni. Allt þetta át ég, og meira til.

Núna borða ég bara (oftast) svona hálfgerðan ís. Hann er einfalt að búa til.

Ég set frosin ber í skál; hindber, bláber eða hvoru tveggja. Saman við þau hræri ég grískri jógúrt, bíð þar til berin eru aðeins farin að þiðna, og borða.
Ef ég ætla að gera sérstaklega vel við mig set ég líka um eina teskeið af sírópi út á berin.

Einmitt þetta var ég að fá mér í gærkvöldi:


Frá og með gærkvöldinu kalla ég þetta berjablámaís.

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 08:16  
2 Comments:
  • At 19/10/10 22:37, Anonymous Ragna said…

    ú nammi nammi. væri geggjað sniðugt að setja allt í blandara og í íspinnaform og borða er manni langar í eitthvað sætt. djö hvað ég ætla að prufa þetta ;-) takk

     
  • At 20/10/10 22:31, Blogger ErlaHlyns said…

    Hljómar vel. Ég ætla að prófa ÞAÐ!

    Ég hef einmitt sett Morgunsafa frá Floridana í íspinnaform og fryst. Þetta hljómar öllu ljúffengara.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER