Hugleiðingar konu v. 6.0
 
17. okt. 2010
Viðbjóðslógó frá Gap
Gamla og nýja
Ég held svei mér að þetta lógó sem Gap kynnti byrjun mánaðarins sé með því ljótasta og ófrumlegasta sem ég hef séð. Fjöldi fólks deilir (auðvitað) þessari skoðun með mér. Þess vegna hefur Gap nú hent nýja lógóinu og leitað til viðskiptavina sinnar með óskum um hugmyndir að nýju lógói.

Svo hræðilegt er þetta blessaða lógó að jafnvel hefur komið upp umræða um að þetta hafi verið með vilja gert hjá Gap: Með því að kynna viðbjóðslega ljótt lógó fá þeir athygli, og neikvæð athygli er víst stundum betri en engin. Síðan óska þeir eftir hjálp almennings, sem er líka alltaf gott og nú er almenningur mögulega mun áhugasamari í að leggja Gap lið en ef ekkert nýtt og ljótt lógó hefði þegar verið kynnt.

Um þetta allt saman er síðan auðvitað fjallað í öllum helstu fjölmiðlum = ókeypis auglýsing fyrir Gap.
Hér er ég líka komin - að vekja athygli á Gap (kaupiðbaragap).
posted by ErlaHlyns @ 10:16  
2 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER