Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. okt. 2010
Skola harðfiski niður með rauðvíni til að minnast látins manns
Ljóst er að óvenjumargir verða á ferli í miðborg Reykjavíkur vegna boðaðs kvennafrídags og því þægilegt að gæða sér á uppáhaldsrétti og uppáhaldsdrykk Birgis í hádeginu: Rauðvíni og harðfiski

Þegar ég sat í starfsmannanefnd geðsviðs Landspítalans fengum við nefndarmenn alltaf jólagjafir frá spítalanum. Yfirleitt var þetta áfengi af einhverju tagi, gjarnan bæði rautt og hvítt. Ein jólin var þó breytt til og við fengum bara eina tegund af áfengi, nefnilega rauðvín. En það var ekki allt. Við fengum líka harðfisk!


Mér fannst þetta svona frekar furðuleg samsetning en drakk vitanlega rauðvínið og borðaði harðfiskinn. Bara sitt í hvoru lagi.


Nú opnast augu mín hins vegar fyrir þeim möguleika að þarna hafi Landspítalinn einmitt verið að heiðra minningu Birgis Andréssonar myndlistarmanns. Reyndar var hann sprelllifandi þau ár sem ég sat í þessari nefnd en það er auðvitað aukaatriði.
posted by ErlaHlyns @ 22:58  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER