Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. okt. 2010
Svalasta hálsmen í heimi?

Ég myndi alveg drepa fyrir þetta hálsmen. Vandamálið er að ég veit ekki alveg hvern skal drepa.

Það var selt á Etsy í fyrradag á skitna 29 dollara. Aumingja sá sem keypti það að vita ekki enn að hann verður drepinn fyrir hálsmen sem kostaði 3.243 krónur.

En af því ég er ekki mikið fyrir að drepa fólk, eða vaska upp, þá íhuga ég nú alvarlega að festa kaup á öðru hálsmeni frá sama listamanni, nefnilega þessu:

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 08:17  
2 Comments:
  • At 25/10/10 06:33, Anonymous Kristín í París said…

    Þegar maður er orðin mamma, getur maður bara ekki drepið menn lengur því ekki vill maður að barnið þurfi að alast upp við að eiga morðingjamömmu í fangelsi. Þetta eru ýkt kúl hálsmen, ég er ekki frá því að það síðara sé alveg jafnkúl og hitt. Ég öfunda konur sem kunna að vera með skartgripi. Nú er ég orðin vön að nota blýant, maskara og fleira dúllerí. Kannski ég taki skartgripanotkun í gegn á næsta ári?

     
  • At 25/10/10 22:25, Blogger ErlaHlyns said…

    Jú, líklega er þetta rétt hjá þér, Kristín. Það er ekkert sniðugt að myrða fólk þegar kona er orðin mamma.
    Hvað punteríið varðar er ég bara nýlega orðin hálsmenakona. Ég var alltaf bara eyrnalokkakona en síðustu afmæli og jól hefur vinur minn sem vann í skartgripaverslun verið að ota að mér hálsmenum með ábendingum um að ég ætti að vera oftar með solleis. Og nú er ég orðin eyrnalokka- og hálsmenakona.

    Þetta er hægt ferli sem krefst þolinmæði, en það tekst á endanum. Ég hef trú á þér!

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER