Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. okt. 2010
Upprifin eftir niðurrif
Þá er dóttirin búin að rífa sína fyrstu bók. Hún valdi enga gersemi. Bara gamla kennslubók í frönsku: Façon de parler

Eftir því sem ég kemst næst eftir frönskutímana má jafna nafni bókarinnar við nafn þessa ágæta lags með franska bandinu Nouvelle Vague



Ég tek fram að þetta er ekki opinbert myndband en það er tekið í París.
Hlustið.
Hlustið.
posted by ErlaHlyns @ 17:56  
4 Comments:
  • At 21/10/10 18:28, Anonymous Hlynur Þór Magnússon said…

    Ef ég mætti velja gamla kennslubók til að rífa, þá myndi ég hugsanlega velja frönskubók - með annars fullri virðingu fyrir Vigdísi kennara mínum Finnbogadóttur.

     
  • At 21/10/10 19:08, Blogger ErlaHlyns said…

    Þar sem ég er ekki mikið fyrir að raða bókum eftir flokkum leynast þarna í neðstu hillunum bækur úr öllum áttum; Óbærilegur léttleiki tilverunnar, Lincoln the unknown, The Chronicles of Narnia, Íslenski fjárhundurinn og Biblía frá árinu 1912.

    Eða Biblían VAR þarna. Hún er nú komin upp í næstneðstu hillu. Svona fyrst að hún er orðin 98 ára.

     
  • At 22/10/10 14:25, Anonymous Kristín í París said…

    Leitt með frönskubókina, en það eru eflaust komnar miklu betri bækur núna;)
    Vídeóið er æði, sem og lagið. Ég ætla að ræna þessu og setja á feisbúkk. Metró er meiriháttar. Ætli ég fái mínus í kladdann ef ég ákveð að taka fyrirlesturinn sem ég þarf að taka upp fyrir þýð.fr. tímann í metró? Mér fannst viðtalið á Rás2 svo kúl þannig.

     
  • At 24/10/10 23:23, Blogger ErlaHlyns said…

    Nauts, mér finnst það geggjað svöl hugmynd.

    Ég er líka sammnála þér með Metró. Ég hef hvergi notað neðanjarðarlestir af neinu viti nema í París og fannst þetta allt saman hrein dásemd.

    Það tók mig reyndar smá tíma að hætta að skoða fólk á jafn áberandi hátt og maður kemst upp með hér á Íslandi. Metrófólkið held ég tók mér eins og einhverjum glápsjúklingi og reyndi sitt besta til að horfa niður. Fyrir utan auðvitað karlmenninga sem héldu að ég væri að reyna við þá með því að horfa. Já, þetta var stuð.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER