Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. nóv. 2010
Fly like a G6


Poppin bottles in the ice, like a blizzard
When we drink we do it right gettin slizzard
Sippin sizzurp in my ride, like Three 6
Now I’m feelin so fly like a G6
Like a G6, Like a G6
Now I’m feelin so fly like a G6


Jú, ég spurði mig í huganum endurtekið þegar ég hlustaði á útvarpið: Er hún að segja djí six, eða misheyrist mér svona ógurlega?
Ég fletti upp textanum og jújú, hún segir einmitt það. En hvað er þetta G6?
Ég er auðvitað líka búin að komast að því (nei, ég hef alls ekki of mikinn frítíma).

G6 er slangur yfir lúxusþotuna Gulfstream G650. Framleiðandinn, Gulfstream Aerospace, gaf á sínum tíma út að G6 ætti að vera stærsta, hraðskreiðasta og dýrasta þotan á markaðnum.

Eftir að lagið með Far East Movement kom út hafa þeir hjá Gulfstream Aerospace tekið eftir auknum áhuga á þessari lúxusþotu. Nú villl allt ríka og flippaða fólkið vera fly like a G6. Þotan kostar litlar 58 milljónir bandaríkjadala, eða um það bil billjón skrilljón íslenskar krónur.
posted by ErlaHlyns @ 19:40  
2 Comments:
  • At 4/11/10 20:00, Anonymous Björg said…

    Þú hefur þá væntanlega tekið eftir að ungpopparinn Jesse McCartney vill fljúga á G5. Auðvitað með stúlku á brókinni einni saman með sér (skv. youtube).

     
  • At 4/11/10 20:21, Blogger ErlaHlyns said…

    Jújú, ég rakst á hann í fróðleiksleit minni. Einhver annar var síðan að syngja um G4.

    Þetta hlýtur að enda með lagi um G8 en þegar ég heyrði lagið um G7 varð mér einmitt hugsað til leiðtogafunda G8-ríkjanna.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER