Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. okt. 2010
Seinþroska skókona
Ég lofaði aldrei að þetta yrði vitrænasta blogg í heimi. Ég skil samt auðvitað þá sem búast við slíku af mér. En...

Þar sem ég hef aldrei fengið jafn mikið af kommentum eins og þegar ég birti síðustu skómynd kemur hér önnur mynd af öðrum nýjum skóm:
Ég var lengi búin að leita að nákvæmlega svona skóm: Með gönguskóreimum og stöðugum hæl sem hentar fyrir veturinn. Reyndar fann ég eina aðra sem voru með grófari vetrarsóla en þeir voru uppseldir í minni stærð. Þessir eru líka hvort eð er fallegri.

Og já. Þessa skó fékk ég líka í afmælisgjöf. Síðbúna afmælisgjöf.

Já. Mig bráðvantaði skó.

Ég tek fram að ég hef aldrei verið svona skókona. Yfirleitt hef ég keypt eina skó og gengið í þeim þar til þeir dóu. Við afar sérstök tilefni fór ég síðan í einhverna afar fína spariskó sem ég gat varla gengið á.

Skókonan er bara að fæðast núna. Ég er greinilega svolítið seinþroska.

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 07:59  
5 Comments:
  • At 26/10/10 09:47, Blogger Eyja M. Brynjarsdóttir said…

    Til hamingju með þetta holla þroskaskref. Og þessa flottu skó.

     
  • At 26/10/10 20:53, Anonymous Kristín í París said…

    Sama hér, eiginlega. Jú, hef alltaf átt fallega skó og góða. En einmitt gengið þá í tætlur, verið í þeim jafnt við kjóla sem buxur, í slabbi og á böllum. Nú get ég valið úr alls konar skóm við ýmis tækifæri. Er að fara í frí til vina minna í fjöllunum og dauðlangar að taka hælana með, hehe. Þessir eru svaka töff, en ég myndi aldrei geta verið á þeim samt. Ég er meira svona "krúttskór" en devil woman's skór:)

     
  • At 26/10/10 22:16, Blogger ErlaHlyns said…

    Alveg vissi ég að við gætum hér spjallað um skó og aftur skó.

    Takk fyrir, Eyja mín.

    Kristín: Devil woman´s skór finnst mér bara hljóma ógurlega vel. Mjög lýsandi fyrir mína innri konu líka.
    En þetta er bæði merkilegur og skemmtilegur valkvíði á morgnana að þurfa að velja sér skó. Svona koma lúxusvandamálin aftan að konu í kreppunni og ég skil bara ekki hvernig ég fór að því að vera í sömu skónum alla daga við öll tilefni.

     
  • At 1/11/10 23:21, Anonymous Nafnlaus said…

    Heitir það ekki að vera námskona...á alltaf bara eina skó. En vona að ég þroskist á næstu árum (eignist smá pening sem fer ekki í áfengi og nótur). Gaman að lesa bloggið þitt:) kv. Lilja Guðmunds

     
  • At 2/11/10 20:45, Blogger ErlaHlyns said…

    Jú, líklega heitir það að vera námskona ;)
    Ég vil reyndar meina að ég hafi þroskast gríðarlega þegar ég eyddi öllum mínum peningum í áfengi og nótur, bílastæðasektir og gula miða. Þetta er reynsla sem býr með konu að eilífu!
    Gaman að heyra að þér finnst gaman að lesa bloggið. Gaman, gaman.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER