11. nóv. 2010 |
Palli prinsessa og prinsaullin hlýja |
Ullargallann keypti ég handa dóttur minni. Þegar ég var komin með hann heim sá ég að hann var víst ætlaður prinsum. Bleiku gallarnir hins vegar eru merktir Prinsesseull.
Afmæliskortið er síðan handa Palla vini mínum. Það keypti ég í stíl við afmælisgjöf kattavinarins sem fékk spilastokk með mynd af nýrri kattategund á hverju spili. Hann var hæstánægður með nýja heiðurstitilinn.
(Já, og ég er nú komin á fremsta hlunn með að skrifa barnabók með þessum titli) |
posted by ErlaHlyns @ 18:42 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|