Hugleiðingar konu v. 6.0
 
20. nóv. 2010
Tilfinningarússíbani fyrir mæður
Að að frumsýningu lokinni fór ég til Lilju Katrínar, faðmaði hana og ætlaði að hrósa henni þessi ósköp en varð allt í einu svo klökk og gat varla talað. Sýningin var frábær. Við Lilja Katrín vorum óléttar á sama tíma, unnum samam óléttar og ég tengdi því alveg ógurlega sterkt við stóran hluta leikritsins, einleiksins MAMMA, ÉG?! 

Hver einasta móðir þarf að sjá þessa sýningu, sama á hvaða aldri hún er, og helst auðvitað allir hinir líka. 

Það er engin lygi, þetta með að þú færð inngöngu í sérstakan klúbb þegar þú verður mamma.  Þetta er engu líkt. Klisja, en er sönn. 

MAMMA, ÉG?! var frumsýnt  í lok október . Það var fullt út úr dyrum, færri komust að en vildu og allt það.  Nú hefur því verið ákveðið að halda fleiri sýningar, næsta og þarnæsta föstudag. Allt um þær er hægt að lesa með því að smella hér.

Þessi sýning  er sannarlega eftirminnileg. Ég hló, ég grét, hló aftur og grét meira. Lilja Katrín er stórkostlega fyndinn snillingur, og meðhöfundurinn Svanur Már greinilega líka.

Búið ykkur undir hlátursprengju. Ég mæli með því að mæta í íþróttabrjóstahaldara.

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 12:14  
2 Comments:
  • At 21/11/10 18:45, Anonymous h said…

    Æh, hvað eigum við sem erum búnar að fara í legnám þá að taka til bragðs?

     
  • At 22/11/10 20:17, Blogger ErlaHlyns said…

    Þið legnumdu þurfið að gera ykkur grein fyrir að þessi sýning er það næsta sem þið komist því að ganga með barn. Miðasala er í síma 5715777.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER