Hugleiðingar konu v. 6.0
 
16. nóv. 2010
Yfirnáttúrulegir hæfileikar
Aldeilis sem ég hef séð það fyrir mér sem mikið vandaverk að velja úr 25 frambjóðendur til stjórnlagaþings.

Eftir að bæklingurinn með upplýsingum um frambjóðendur kom inn um lúguna ákvað ég að taka fyrsta skrefið.

Ég fletti bæklingnum og skrifaði niður nöfn (og númer) þeirra sem ég gæti vel hugsað mér að kjósa. Síðan ætlaði ég að strika út af listanum mínum þar til ég stæði eftir með þá 25 álitlegustu. Ég sá fyrir mér að þetta gæti tekið nokkrar umferðir og nokkurn höfuðverk, jafnvel nokkra daga.

Ég taldi nöfnin eftir fyrstu yfirferð. Þau voru 25.

Ég taldi nöfn kvenna. Þau voru 13.

Já, þannig að þetta er bara komið.
posted by ErlaHlyns @ 19:34  
3 Comments:
  • At 17/11/10 02:28, Blogger Eyja M. Brynjarsdóttir said…

    En hvernig ákveðurðu í hvaða röð þú setur þau?

     
  • At 17/11/10 09:21, Anonymous ErlaHlyns said…

    Stafrófsröð.
    Djók.

    Ég set auðvitað vini mína efst ;) Á eftir að finna út úr hinu en læt þig vita þegar ég fæ hugljómun.
    Kannski spurning um að gerast svo djörf að lesa stefnumál frambjóðendanna.

     
  • At 18/11/10 15:02, Anonymous Nafnlaus said…

    Kominn með 523 á listann. Á bara eftir að grisja. - hþm

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER