Hugleiðingar konu v. 6.0
 
29. jan. 2011
Versta lesljós í heimi
Já. Versta lesljós í heimi. Það ætla ég að kalla lesljósið sem ég fékk í flugvél Icelandair.

Einhvern veginn hefur sú hugmynd fest rótum í kollinum á sumum (mér) að það sem selt er í flugvélunum uppfylli einhverjar ákveðnar gæðakröfur. Líklega eru þetta ranghugmyndir sem orðið hafa til því í flugvélum eru seld dýr ílvötn og rándýr krem.

Eftir tveggja ára misheppnaðar tilraunir til að lesa með lesljósinu mínu blessuðu ákvað ég loks að kaupa nýtt lesljós í Eymundsson.

Premier Collect ljós úr Saga Shop. 1300 krónur

The Really TINY book light úr Eymundsson.
Fullt verð um 1900 krónur. Nú á afslætti: um 1300 krónur


Það er þá óskandi að ég geti nú lokið við Vernon G. Little og kannski byrjað á jólabókunum
posted by ErlaHlyns @ 19:55  
3 Comments:
  • At 31/1/11 00:44, Blogger Valur said…

    Ó, ég las hrakfarasöguna hans Vernon Guð Litla þegar bókin var nýbúin að vinna Bookerinn fyrir sjö árum.

    Já, höfundurinn er dálítill karakter. Fyrrum kókaínisti sem spilaði af sér allt sitt. Gott ef hann spilaði ekki líka af sér hús besta vinar síns eða eitthvað svoleiðis. Maður með vesen í farteskinu. Í þá daga fannst mér alltaf svo gaman af svoleiðis mönnum.

     
  • At 31/1/11 13:41, Anonymous Kristín í París said…

    Oh, hvað ég þoli ekki þetta helv. ljós sem var einmitt prangað inn á mig sjálfviljuga í flugvél. Konan við hliðina á mér varð ægilega inspíreruð og ákvað að kaupa eins, en þetta reyndist síðasta ljósið. Ég hefði betur verið í móður teresu skapi og látið henni það eftir.

     
  • At 1/2/11 22:47, Blogger ErlaHlyns said…

    Valur Þór: Það er greinilegt að það er eitthvað stórkostlegt að manninum. Sem er vel.

    Parísardama: Ég ætla að geyma mitt og hafa það alltaf við höndina, ef ske kynni að einhverjum óvini mínum bráðvantaði lesljós.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER