Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. jan. 2011
Ofurjógúrt fyrir litla mallakúta
Þar sem það er ekki svo oft sem sjást hjá mér ofurmömmutaktarnir þá er eins gott að gera sem mest úr þeim þegar þeir birtast.

 Litla stelpan mín er búin að vera lasin og heldur lystarlítil. Til að koma einhverju ofan í hana ákvað ég að búa til hálfgerða jógúrt úr möndlum, jarðaberjum og kókosvatni. Ógurlega hitaeiningaríkt, sem hentar vel þegar blessuð börnin vilja ekki borða mikið, en líka bæði hollt og gott.



Ofurjógúrt:

Lífrænt ræktaðar möndlur með hýði
Kókosvatn
Jarðaber

Ég hef aldrei verið mikið fyrir nákvæmar uppskriftir en ég notaði svona um það bil 100 g af möndlum, 1 desilítra af kókosvatni og 8 jarðaber.

Möndlurnar lét ég liggja í bleyti í hálfan sólarhring og tók síðan hýðið utan af áður en ég notaði þær. Ástæðan fyrir því að ég mæli með lífrænt ræktuðum möndlum er, fyrir utan að þær eru næringarríkari, er að það er helvíti líkast að ná hýðinu af hinum.

Til að búa þetta til notaði ég síðan fína nýja ofurblandarann minn sem ég elska mikið og ætla að giftast bráðum.

Af hverju möndlur?
Þær innihalda mikið af góðum fitusýrum, eru próteinríkar, trefjaríkar, eru góður kalkgjafi auk þess að innihalda mikið af e-vítamíni.

Af hverju kókosvatn?
Ríkt af amínósýrum, vítamínum og steinefnum.
Athugið að kókosvatn er annað en kókosmjólk. 

Af hverju jarðaber?
Innihalda mikið af c-vítamíni og gera jógúrtið að algjöru nammi.

Öll þessi innihaldsefni hafa fengið nafnbótina ofurfæða vegna næringar sinnar og eiginleika.




Ég mæli sérstaklega með Yggdrasil þegar kemur að mat handa minnstu meðlimum fjölskyldunnar. Þar er einmitt afsláttardagur í dag. 

Efnisorð: , ,

posted by ErlaHlyns @ 13:05  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER