Hugleiðingar konu v. 6.0
 
13. des. 2010
Frekar svona ljótt hjá þessum krökkum
Sýning á piparkökuverkum sem skilað var inn í baksturskeppni til styrktar Barnaspítala Hringsins stendur nú yfir í Kringlunni.  Þema keppninnar er „Ísland.“

Keppt er í tveimur flokkum: Stelpur og strákar undir ellefu ára eru í öðrum flokknum en krakkar frá ellefu ára og til fjórtán ára aldurs í hinum.

Ég átti leið í Kringluna um daginn og skoðaði piparkökuverkin. Greinilegt var að börnin og unglingarnir hafa lagt sig fram, og voru eldfjöll sérlega áberandi á kökuborðinu. Það var líka greinilegt að þau fengu litla hjálp frá fullorðnum, nema þá með tæknileg atriði. Annars voru þetta verk sem ungmennin unnu sjálf, með mikilli prýði.


Tvær eldri konur bar þarna að en þeim leist aldeillis ekki vel á listaverkin litlu. „Þetta er hefur nú oft verið fallegra,“ hreytti önnur þeirra út úr sér. Síðan gengu þær áfram.

Ég hefði bent þeim á sýningu á piparkökuhúsum eftir fullorðna en ég held bara að þær keppnir séu í pásu þetta árið. Það er líka alveg spurning hvort það hefði verið nógu fínt fyrir þær.
posted by ErlaHlyns @ 21:07  
1 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER