Engiferæðið er löngu farið úr böndunum. En þar sem ég byrjaði að drekka engiferseyði þegar ég var ólétt, með magnþrungnum afleiðingum, ákvað ég að halda mig barasta við það.
Flaska af engiferseyði í næsta stórmarkaði kostar um hundrað sinnum meira en það kostar að búa það til sjálf/ur.
Svona er það gert:
 |
Skammturinn sem ég sýð í um tveimur lítrum af vatni. Kanill ilmar vel, bragðast vel og er sagður jafna blóðsykurinn. Hann hef ég alltaf með |
|
 |
Einu sinni tók ég hýðið alltaf af engiferrótinni. Síðan ákvað ég að það væri bara of mikið vesen, og ég er ekki mikið fyrir óþarfa vesen. Núna sker ég rótina bara í þunnar sneiðar. | |
|
 |
Engiferrót og kanilstangir, og blessað vatnið. |
|
 |
Sítrónurnar geymi ég við stofuhita. Síðan rúlla ég þeim með höndunum á skurðarbrettinu áður en ég sker þær. Þannig næst sem mestur safi úr þeim þegar ég kreisti þær. En ég sýð þær yfirleitt líka með, bara til að fá meira bragð. | | |
|
Seyðið sýð ég við lítinn hita í um klukkustund. Þetta geri ég alltaf á kvöldin. Síðan læt ég seyðið standa yfir nóttina, með öllu í. Um morguninn helli ég síðan seyðinu í könnu, og sigta. Kannan fer beint í ísskápinn. Seyðið er auðvitað hægt að hita upp ef óskað er.
Þrútið andlit, baugar undir augum. Allt þetta hverfur, í alvöru, ef þú bara drekkur nákvæmlega þetta.
Ef þetta er ekki til í ísskápnum mínu, þá er sannarlega eitthvað að. |
þetta er æðislega gott, fæ mér oft svona á morgnana í stað teis (hætt að drekka kaffi). Drekk það reyndar heitt þar sem mér finnst það betra þannig. En svo er líka gott að fá sér mintute með engifer: myntublöð, engifer, soðið vatn, hunang/síróp (ef þú vilt það sætt) :P
kv
Embla