Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. feb. 2011
Krílagott: Gulrótamauk með stappaðri ýsu


Vegna fjölda áskorana kemur hér annað myndablogg með krílafæði. Nú eru það gulrætur og ýsa sem eru á boðstólnum.

Lífrænt ræktaðar íslenskar gulrætur eru auðvitað bestar. Þær skola ég bara og bursta áður en ég sker þær.

Þetta gerist ekki mikið einfaldara

Gulræturnar sýð ég í víðum potti og læt vatnið ekki ná alveg yfir þær. Ég helli aldrei vatninu af heldur nota eins lítið og ég kemst af með. Þannig þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að hella niður næringarefnum.

Nauðsynlegt er að hafa þétt lok á pottinum og láta gulræturnar eldast í gufunni. Þetta tekur um 10 mínútur, en fer þó eftir hversu stórir bitarnir eru

Þegar gulræturnar eru enn heitar mer ég þær með kartöflupressu.
Þegar stelpan mín var minni setti ég soðnar gulræturnar og vatnið í matvinnsluvél, en núna borðar hún grófari mat og þá hentar pressan vel


Alltaf fer kaldpressuð olía í grænmetið eftir að það er eldað. Í þetta skiptið nota ég blandaða „barna“olíu frá Holle. Hún inniheldur 50% repjuolíu, 45% sólblómaolíu og 5% hempolíu. 


Gulrótamaukið er þá tilbúið til geymslu og hægt að setja þessa blöndu saman við kjöt, fisk, baunir eða annað grænmeti. Alls ekki setja svona mikið í krukku sem fer í frysti því innihaldið þenst út við að frosna. Þetta er fínt bara svona í ísskápnum fram á næsta dag.

Við ætlum hins vegar að bjóða upp á ýsu með gulrótunum. Ég reikna með að allir kunni að sjóða ýsu. Hér er hún komin á disk með smjöri!

Ýsuna stappa ég með smjörinu, bara svona eins og þegar við vorum lítil.
Eftir að ég fór að gefa dóttur minni stappaða ýsu með smjöri hef ég sjálf orðið alveg óð í þetta aftur. Ég sem hafði ekki borðað stappaða ýsu með smjöri og kartöflum í mörg ár.




Hálfur skammtur gulrætur, hálfur skammtur ýsa. Börnin blessuð hafa síðan bara ógurlega gott af þessari fitu. Sérstaklega þó hollu fitunni en það er allt í lagi að hafa hina stundum með.

Tilbúið!

Efnisorð: , ,

posted by ErlaHlyns @ 21:55  
2 Comments:
  • At 14/2/11 22:07, Anonymous Nafnlaus said…

    Geggjað girnó hjá þér Erla :) Mín fær líka svona en myndirnar þínar eru tær snilld :)
    Kv Guðún Helga :)
    Ps. ekki hugleysingi :)

     
  • At 14/2/11 22:32, Blogger ErlaHlyns said…

    Danke ;)
    Ég gjörsamlega elska að skoða svona myndamatarblogg.

    Hvað barnamatinn varðar þá vona ég að þessar myndir verði til þess að einhverjir foreldrar, sem hafa haldið að þetta sé ógurlega flókið allt saman, sjái hvað þetta er afskaplega einfalt.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER