Dóttir mín borðaði krukkumat hluta úr viku á fyrsta æviárinu. Þá vorum við í sumarbústað og ég bara nennti ekki að búa sjálf til barnamauk í öll mál. Þess utan hefur hún þó fengið heimagerðan mat. Það er nefnilega miklu auðveldara en margir telja.
Þess vegna kemur hér sýnishorn af því þegar ég bý til grænmetisrétt handa henni með linsubaunum.
 |
Tveir litlir hausar, blómkál og brokkólí |
 |
Skornir smátt eins og vera ber |
 |
Setjið grænmetið í pott og bætið við vatni þannig að grænmetið rétt fljóti upp úr. Passið að setja ekki of mikið vatn því við hellum engu niður síðar. Barnamat er óþarfi að salta en ég nota gjarnan hin ýmsu krydd. Dóttir mín kann vel að meta karrí. |
 |
Gular linsubaunir þurfa aðeins 5 mínútna suðutíma. Magnið af þeim er miðað við að þær drekki í sig allt það vatn sem grænmetið þarf ekki. |
|
Þétt lok er sett á pottinn og þetta er látið malla á lágum hita í rúmar 5 mínútur. Smakkið baunirnar eftir þann tíma og ef þær eru of þurrar er minnsta málið að bæta við meira vatni, ef þarf, og láta malla aðeins lengur.
 |
Þegar búið er að elda réttinn er olíu bætt út í. Mikilvægt er að litlu krílin fái nauðsynlegar fitusýrur. Kaldpressuð hörfræolía er mjög góð. Setjið um 2 msk af henni í þennan skammt. Olían er sett í eftir eldun til að hún haldi eiginleikum sínum. |
 |
Þegar olían er komin saman við er ekkert eftir annað en að mauka. Stelpan mín er reyndar orðin það stór að ég stappa það sem ég get. Blómkál og brokkólí er þó heldur auðveldara að mauka. |
| | |
Úr þessu urðu þrír skammtar. Ef krukkurnar eiga að fara í frysti má ekki fylla þær alveg því gera þarf ráð fyrir að rúmmál matarins aukist lítið eitt við að frosna ef hann inniheldur mikið vatn, líkt og svona mauk.
Ógurlega einfalt, fljótlegt og hollt. |
Efnisorð: barnamatur, börn, matur |
Ég elska barnamat. Borða voðamikið af krukkumat frá Holle og Hipp og hvað það heitir nú allt saman. Þetta er voða girnilegt hjá þér. Ég held ég ætli að prófa þetta.