Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. mar. 2011
Gott: Orkustykki
 Orkustykki. Ég held að það sé besta heitið yfir þetta.

Ég er ein af þeim sem borða aldrei morgunmat.
Leiðrétting: Ég er ein af þeim sem borðaði aldrei morgunmat.
Nú borða ég orkustykki alla morgna. Heimalagað.


 
1/4 bolli niðurskornar aprikósur
1/4 bolli niðurskornar döðlur
!/4 bolli þurrkuð trönuber

 
1/2 bolli tröllahafrar
1/2 bolli kókosflögur
1/2 bolli sólblómafræ
1/4 bolli hveitikím
1/4 bolli sesamfræ



1/4 bolli hunang
1/4 bolli sýróp
2  msk smjör/kókosolía

Bræðið saman hunang, sýróp og smjör/olíu.
Bætið við apríkósunum, döðlunum og trönuberjunum.

 Takið blönduna af hitanum og blandið þurrefnunum vel saman við.

Leggið smjörpappír í mót. Ég nota hér grunnt mót sem er um 30 x 40 cm. 
Setjið blönduna á pappírinn og breiðið úr henni.

 Sléttið vel úr blöndunni og þéttið í alla enda. Hér erum við í raun að móta orkustykkin. 
Ójöfn blanda = ójöfn orkustykki.

 Geymið í kæli í hálfan sólarhring, eða lengur, þannig að blandan harðni.

 Skerið orkustykkin í æskilega stærð. Mér finnst þægilegast að nota pizzaskera.

 Lokaútkoman. Eitt stykki morgunmatur, eða vinnusnarl.

Ég klippi niður smjörpappír og pakka orkustykkjunum inn. Best finnst mér að geyma þau í kæli, jafnvel í frysti, því þau verða heldur lin við stofuhita.
Oft gríp ég eitt úr frystinum áður en ég legg af stað í vinnuna og borða það síðan þegar ég er mætt.
Fljótlegt. Einfalt. Gott.

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 21:08  
4 Comments:
  • At 3/3/11 07:31, Anonymous Kristín í París said…

    Þú'rt ógó dugleg kona!

     
  • At 6/3/11 06:03, Anonymous Nafnlaus said…

    Matreiðslumyndaseríurnar á bloggunum hjá ykkur Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur á Ísafirði eru alveg dásamlegar. Þó að ég reyni þetta auðvitað ekki sjálfur ...

    - hþm

     
  • At 7/3/11 22:50, Blogger ErlaHlyns said…

    Parísardama: Merci bien

    HÞM: Albertína er þó sýnu duglegri en ég. Hún ætti eiginlega bara að sjá um matreiðsluþátt.

     
  • At 8/3/11 18:26, Blogger Valur said…

    Þetta er æðislegt. Mér finnst líka frábært hvað þú ert vegetarian-væn.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER