Hugleiðingar konu v. 6.0
 
11. apr. 2011
Bollakökunámskeið hjá Rikku
Þetta er útkoman eftir bollakökunámskeið kvöldsins hjá Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, eða Rikku eins og hún er yfirleitt kölluð.

Að sjálfsögðu ætlaði ég að taka með mér myndavél á námskeiðið en í öllum flýtinum steingleymdi ég henni. En þetta eru þær sex kökur sem ég tók með mér heim.

Ég hef aldrei í lífi minu skreytt köku, ef frá eru taldar piparkökurnar sem ég skreytti sem barn, og ætlaði nú aldeilis að læra það á þessu námskeiði. Þegar Rikka byrjaði að sýna okkur hvernig væri best að setja kremið á, eins og ekkert væri sjálfsagðara, byrjaði að myndast kvíðahnútur í maganum á mér.
„Ég á algjörlega eftir að klúðra þessu!" hugsaði ég.

Ekki batnaði það þegar hún skar út þessi líka fíngerðu og fögru blóm úr sykurmassanum.
„Mín blóm eiga eftir að verða ömurleg.“

Mér er vissulega margt til lista lagt. En ég er furðu illa að mér í öllu dúlleríi.

Af námskeiðinu gat ég víst ekkert flúið og byrjaði að skreyta. Merkilegt nokk þá gat ég þetta, alveg eins og allir hinir.

Námskeiðin eru haldin í Hagkaup í Smáralind. Rikka var búin að baka kökurnar, en lét okkur þó hafa uppskrift að bæði vanillu-bollakökum og súkkulaði-bollakökum. Við sáum síðan um að skreyta kökurnar.

Heldur fleiri uppskriftir, og hugmyndir að skreytingum, verða í bollakökubókinni hennar sem er væntanleg í næsta mánuði. Mér segir svo hugur að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur. Eða eins og ... bollakökur.

Efnisorð:

posted by ErlaHlyns @ 21:30  
2 Comments:
  • At 7/5/13 12:39, Anonymous Nafnlaus said…

    This will help you to alter the quantity of blur easily and allow camera make other critical
    decisions when you are shooting. There is a host of in-camera editing options such
    as red-eye reduction, cropping, color balance, straightening, fish-eye effect, etc.

    Nikon the digital camera giant has recently added one more exquisite DSLR camera to its
    latest camera family.

    Here is my weblog ... d7100

     
  • At 7/5/13 12:40, Anonymous Nafnlaus said…

    This will help you to alter the quantity of blur easily and
    allow camera make other critical decisions when you are shooting.

    There is a host of in-camera editing options such as red-eye reduction, cropping, color balance,
    straightening, fish-eye effect, etc. Nikon the digital camera giant has
    recently added one more exquisite DSLR camera to its latest camera family.


    My blog - d7100

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER