Hugleiðingar konu v. 6.0
 
25. apr. 2011
Krílagott: Foreldað rauðrófubuff


Það er vissulega hægt að fá fullt af tilbúnum mat sem er fullur af aukaefnum en með takmarkað næringargildi. Ef þú bara leitar á réttu stöðunum geturðu hins vegar fundið bæði hollan og góðan mat sem börnunum finnst gott að borða, og þú getur fengið þér líka.

Buffin frá Móður jörð eru dæmi um mat sem er sérlega heilnæmur og aldeilis hægt að bjóða upp á þau þegar ekki er mikill tími til að elda. Allt hráefnið er lífrænt ræktað.

Rauðrófubuffin hafa notið mikilla vinsælda hjá dóttur minni, en buffin bara hita ég á pönnu og stappa svo rétt aðeins með olíu. Ég borða þau líka, með grænmeti.

Byrjað var að selja buffin í nýjum pakkningum í ársbyrjun. Auk rauðrófubuffsins er hægt að fá byggbuff og baunabuff.

Efnisorð: , ,

posted by ErlaHlyns @ 18:02  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER