Hugleiðingar konu v. 6.0
 
31. mar. 2006
Næstum brjáluð
Ekki munaði miklu að ég missti mig í kvöld. Ástæða: Ég hélt að Ína myndi detta út úr Idol-keppninni.

Snorri söng tvö róleg lög með sinni mónótónísku rödd. Sigga Beinteins sagði: Þú hefur heillað allar konurnar með þessum flutningi. Einhver sagði: Allar kellingarnar hafa núna fallið fyrir þér. ,,Ekki við!", hrópaði Embla vinkona mín sem vill koma því á framfæri hér á blogginu að hún er einhleyp. ,,Við erum heldur ekki kellingar - enn", sagði ég.

Á meðan hann flutti seinna lagið sagði Embla: "Maður fær sko ekki gæsahúð af þessu". Að flutningi loknum sagði Sigga: ,,Ég fékk alveg gæsahúð".

Við Embla vorum sammála um að gæsahúðin væri hins vegar til staðar þegar Ína flutti lag Coldplay - ,,Ég fékk gæsahúð núna", ,,Og núna", ,,Ég er aftur komin með gæsahúð".

Þannig á það að vera. Á úrslitakvöldinu í fyrra sat ég á Gauki á Stöng með aðdáendahópi Hildar Völu og ég fékk gæsahúð í hvert skipti sem hún söng.

Ína rúlar. Þannig er það bara.

(Þessi færsla er væntanlega og vonandi birt með góðfúslegu leyfi Emblu).
posted by ErlaHlyns @ 23:53   0 orð í eyra
30. mar. 2006
Preparation H
Hvaða listunnendum datt í hug að nefna gallerí Gyllinhæð?
posted by ErlaHlyns @ 11:49   0 orð í eyra
29. mar. 2006
Njósnarar! Njósnarar! Gefið ykkur fram við afgreiðslu
Við komu til BNA þarf að skila þeim hjá Homeland Security útfylltu eyðublaði sem ber þann skemmtilega titil Welcome to the United States.

Fyrsta spurningin á blaðinu er:
Do you have a communicable disease; physical or mental disorder; or are you a drug abuser or addict?

- Já, ég þjáist af þunglyndi og kvíðaröskun. Fæ ég þá ekki að koma til landsins?

Síðustu línur annarrar spurningar:
... or are you seeking entry to engage in criminal or immoral activities?

- Ég hef hug á að brjótast inn í nokkra banka og kannski búa til tvær eða þrjár klámmyndir. Are we cool?

Þriðja spurning:
Have you ever been or are you now involved in espionage or sabotage; or in terrorist activities; or genocide; or between 1933 and 1945 were involved, in any way, in persecutions associated with Nazi Germany or its allies?

- Jú, mikið rétt. Ég er njósnari. Ekki segja neinum samt.
posted by ErlaHlyns @ 15:05   0 orð í eyra
28. mar. 2006
Who´s on first?
Eða öllu heldur Hu´s on first?
posted by ErlaHlyns @ 10:34   0 orð í eyra
Þegar ég var ung
Ég man í þá gömlu góðu daga þegar ég vaknaði af kaffidrykkju.

Í gær var ég flokkuð sem eldri borgari - ein af þeim 27 ára og eldri sem fá aldurs vegna ekki niðurgreitt tónlistarnám.

Það er af sem áður var. Ég hætti reyndar í tónlistarnámi 13 ára gömul.

Mig langaði að læra á þverflautu en allar þverflautur skólans voru í útleigu. Mig langaði að læra á gítar en allir gítartímarnir voru fullir. Mig langaði að læra á píanó en við áttum ekkert slíkt. Við áttum hinsvegar orgel þannig að ég lærði bara á það.
posted by ErlaHlyns @ 06:43   0 orð í eyra
27. mar. 2006
Þotuliðið
Ég hef lengi beðið eftir því að geta montað mig af því að þekkja frægar kvikmyndastjörnur. Ég þekki nokkra þeirra leikara sem birtast í myndinn sem gerð er eftir bók Arnalds, Mýrinni.

Til að ná alvöru frama þurfa leikarar helst að vera fallegir og ég get alveg fullyrt að hann Caleb er sætastur í þessum leikarahópi. Ég var mest hrifin af honum þegar ég heimsótti miðbæjarrotturnar á Hverfisgötunni. Caleb er reyndar orðinn svolítið gamall og spilaði það líklega inn í hversu vel mér tókst að halda honum hjá mér. Hinar rotturnar reyndu alltaf að skríða í burtu, mér til mikillar mæðu.

Áhugasömum tilkynni ég að það er því miður búið að taka fyrir innflutning á þessum krúttum. Landlæknir tók vel í það til að byrja með að fá rottur til landsins. Síðan þá hafa tveir aðilar tekið sig til og selt ættbókafærðar rottur. Allt í einu skipti landlæknir síðan um skoðun og nú má ekki lengur koma með rottur frá útlöndum.

Annars má nefna að kvenkyns rottur eru frjóar á um 4ra daga fresti og geta þær því fjölgað sér afar fljótt ef þær eru að dunda sér í holræsunum.
posted by ErlaHlyns @ 11:17   0 orð í eyra
25. mar. 2006
Ljótasti miðinn
Vorfagnaður geðdeildanna er í kvöld. Ég fer auðvitað þangað með miðann minn sem ég fékk í gær. Miðinn er með þeim ljótari sem ég hef séð um ævina og minnir helst á ömmugardínur eða veggfóður frá fimmta áratugnum. Ofan í rósamynstrið er svo skrifað harla óskýrt hvar og hvenær fagnaðurinn er. Yfirleitt er ég fylgjandi því að gera hlutina öðruvísi en allir hinir en þetta er bara ljótt. Ég næstum því skammast mín fyrir að vera í starfsmannanefnd.
posted by ErlaHlyns @ 09:46   0 orð í eyra
24. mar. 2006
Leggðu þitt af mörkum
Mig vantar diktafón að láni í nokkra daga til að taka mjög mikilvæg og áhugaverð og rosa flott viðtöl sem koma til með að gera út af við klámvæðingu almannarýmis hér á landi.

Vilt þú taka þátt í að breyta heiminum?

Þegar ég skila diktafóninum skal ég láta fylgja með upplestur á fallegu ævintýri að vali lánadrottins. Þeir sem heyrt hafa hljómþýða rödd mína vita að þetta væru góð skipti.
posted by ErlaHlyns @ 00:16   0 orð í eyra
23. mar. 2006
Sönn ást
Um helgina er ég boðin í teiti til manns sem oft er vændur um að vera eiginmaður minn til margra ára.

Í fyrra vorum við saman í mannfagnaði þar sem við þekktum fáa. Þegar leið á kvöldið kom í ljós að flestir töldu okkur vera hjón. Ástæðan var ekki sú að við héldumst mikið í hendur, værum alltaf að kyssast eða að hann væri í sífellu að segja: Erla, ég elska þig. Nei, ekkert af þessu átti við. Fólk hélt að við værum hjón því við þrættum allt kvöldið...
posted by ErlaHlyns @ 14:04   0 orð í eyra
22. mar. 2006
Spurning
Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?
posted by ErlaHlyns @ 16:53   0 orð í eyra
Nú kemur það góða
Þegar ég frétti að ferð fjölmiðlafræðinema í ár ætti að vera til BNA leist mér ekkert á blikuna. Ég hef nefnilega aldrei verið mjög hrifin af BNA og hef ekki haft minnsta áhuga á að fara þangað. Kannski er það einmitt þess vegna sem margt kom mér skemmtilega á óvart.

Eitt af því sem ég tók helst eftir var hversu kurteisir allir voru. Það var sama við hvern maður talaði, allir virtust afar indælir. Einnig var ég hissa á því hvað götur og gangstéttir voru hreinar, og sérlega var ég ánægð með að lenda aldrei í þvögu eða troðningi - ekki einu sinni á NBA leiknum. Síðan var ekki hægt annað en að taka sérstaklega eftir þvi hversu margir þarna voru á stífbónuðum glæsibifreiðum. Þetta er nú einu sinni höfuðborgin.

Þrjú úr hópnum okkar fóru í dagsferð til New York. Þau höfðu aðra sögu að segja. Þar voru götur óhreinar, fólk miskurteist og mikil fólksmergð. Ég varð þá enn ánægðari með þá ákvörðun mína að fara frekar í dýragarð og á listasafn en til Nýju Jórvíkur.
posted by ErlaHlyns @ 14:21   0 orð í eyra
21. mar. 2006
Father Tylenol Ritley
Ef ég fer nú aðeins frá neikvæðninni í síðustu færslu og yfir í gleðina þá verð ég að deila með þér þeirri frábæru staðreynd að í ríkjum banda keypti ég mér myndina Superstar.

Athugið að þessi mynd er ekki fyrir fólk sem tekur neitt alvarlega.
posted by ErlaHlyns @ 11:27   0 orð í eyra
Heima er best
Alltaf er jafn gott að koma heim. Ég er nú fegin að hafa þrifið íbúðina áður en ég fór út og glöð var ég þegar ég opnaði ísskápinn sem mamma hafði fyllt af mat.

Nú get ég drukkið kranavatn án þess að finna klórbragð og farið í bað án þess að finna klórlykt.

Ég get farið í búðir og séð raunverulegt verð á verðmiðanum í stað þess að þufa að bæta við skatti. Ég get farið út að borða með félögum mínum og þjóninn tekur glaður í að skipta reikningnum þannig að hver borgi fyrir sig.

Best af öllu er þó að ég get farið um borg og bæ án þess að rekast á hræðileg skilti þar sem tilkynnt er að hermenn fái afslátt af vörum og þjónustu.
posted by ErlaHlyns @ 00:27   0 orð í eyra
19. mar. 2006
Nu er thad svart
I dag var dagur hinna sjo leigubilaferda.

Vid gengum reyndar i naestu matvorubud. Thar saum vid ad framan a ollum harvorum var mynd af svartri manneskju og allt meik var aetlad folki med mjog dokka hud. Vit hittum einn hvitan mann i budinni.

I kvold var karoki a hotelbarnum. Karoki her i D.C. Southwest er tho frekar eins og soul\r&b\rap-tonleikar. Vid Islendingarnir akvadum ad taka ekki thatt.

Enginn hefur verid raendur, engum hefur verid naudgad, enginn hefur verid drepinn. Vid sem attum her ad vera i storhaettu.

Eg kem heim ad morgni manudags, ad islenskum tima.
posted by ErlaHlyns @ 05:17   1 orð í eyra
18. mar. 2006
Einelti
Ferdafelgar minir eru alltaf ad gera grin ad ordanotkun minni. Eg spyr stundum hvi? og velti vongum med Tja og i gaer sagdist Klara ekki hafa heyrt neinn nota sognina ad masa i ar og old. Einnig var eg vaend um ad segja Ket en thad er audvitad bara grousaga.

Vid forum a NBA leik i gaer. Washington Wizards gegn Dallas Mavericks. Okkar menn topudu. Eg veit ekkert um korfubolta og hef engan ahuga a honum en thetta var fjor.
posted by ErlaHlyns @ 16:25   0 orð í eyra
Sannur kvenmadur
Vid stundum hotelbarinn stift. Um daginn var samferdamadur minn ad drekka Whiskey Sour og eg bad barthoninn um einn slikan. Hann horfdi a mig og sagdi - I don't think you can handle it. Eg svaradi audvitad = Sure I can. Og thetta var litid mal. Greinilegt ad thessi barthjonn thekkir ekki islenskar konur.

Eg man thegar eg var a einhverri hatid i Thyskalandi og bad um ein Bier. Mer var tha rett liters kanna af bjor - svo stor og thung ad eg thurfti ad halda um hana med badum hondum til ad fa mer sopa. Thegar eg leit i kring um mig sa eg ad eg var eina konan ad drekka bjor.

Og fleiri bjorsogur. Vid Klara vorum ad klara bjorinn okkar i lyftunni... Thad vantadi bara herslumuninn thegar eg retti henni floskuna og sagdi - Taktu gulsopa.
Klara tok ekkert vodalega storan sopa en gerdi thetta tho med nokkrum stil. Sidan spurdi hun - Var thetta nogu kul?
posted by ErlaHlyns @ 16:14   0 orð í eyra
17. mar. 2006
I heimsfrettunum
Tha erum vid Thorbjorn Broddason buin ad skoda saman helstu frettasidurnar.

Thegar vid vorum i sendiradinu vard sendiherrann adeins ad bregda ser fra - hann thurfti nefnilega ad fara med thetta bref i Hvita husid. Eg verd ad vidurkenna ad thad er ansi skrytin tilfinning ad vera svona nalaegt thessu ollu. En hvort sem thu truir thvi eda ekki virdist almenningur her i Bandarikjunum hafa um margt annad ad hugsa en thennan varnarsamning. Island er vist ekki midja alheimsins.
posted by ErlaHlyns @ 21:48   0 orð í eyra
16. mar. 2006
Ekki rassgat
The shoes here don't cost ass.

Eg get skodad flestar blogspot-sidur en eg get ekki skodad thessa her.
Er eg bonnud i Bandarikjunum?

A eftir forum vid i sendiradid og a morgun flytjum vid timabundid i dyragardinn. Dyragardsferd var ekkert a dagskranni en mer tokst ad sannfaera nokkra um ad thad vaeri algjort must.

Thegar eg var ad tala eina samferdakonu mina til akvad eg ad deila med henni theirri stadreynd ad i dyragardinum vaeru pondur. Hun hropadi - Poddur? og hljomadi ekkert voda kat. Eg held reyndar ad thad seu lika poddur en eg hef meiri ahuga a pandabjornum.
posted by ErlaHlyns @ 17:34   0 orð í eyra
15. mar. 2006
Kona i BNA
I dag heimsottum vid National Public Radio og hittum Alan Stone. Eg man reyndar aldrei hvad madurinn heitir og kalla hann idulega Alan Shore.

I gaer tokum vid leigubil sem eru nu engar frettir. Nema hvad ad eg sat frammi i hja bilstjoranum og hann spurdi audvitad um okkar hagi. Eg sagdi honum ad vid vaerum i namsferdalagi, hopurinn vaeri nemendur i fjolmidlafraedi. Eftir sma spjall uppgotvadi eg ad hann helt ad eg vaeri kennari felaga minna. Eg leidretti thad tho mer vaeri thad thvert um ged. Thad er ekki a hverjum degi sem einhver telur mig vera haskolakennara.

Thessi indaeli leigubilstjori sagdist vera fra Indlandi og eg tjadi honum ahuga minn a landinu og ad eg heldi mest af ollu upp a indverskan mat. I framhaldi af thvi for eg ad tala um buddatru og i ljos kom ad lifspeki min og bilstjorans voru ansi svipadar. Eg a greinilega margt sameiginlegt med indverskum leigubilstjorum i Washington sem adhyllast islan. Allt i einu dro hann upp veglega bok sem heitir Know your inner self, og gaf mer. Thetta vaeri bok sem eg kynni ad meta. Eg hef ekki haft tima til ad lesa hana en mer list vel a thad sem eg hef skodad. Mer finnst einhvern veginn serstaklega gaman og vaent um thad thegar folk gefur mer baekur sem thad hefur sjalft lesid og maelir med. Jafnvel tho eg thekki folkid ekki neitt.

Annars var eg ad tala um thad vid samnemanda minn hvad mer fyndist lika gaman ad vera her alltaf kollud Ma'm. Tha sagdi hun mer ad folk kalladi hana Miss. Ja, i Bandarikjunum heldur folk sannarlega ad eg se fullordin kona i abyrgdarmilku starfi.
posted by ErlaHlyns @ 23:37   0 orð í eyra
14. mar. 2006
Erla i D.C.
Nu er eg stodd i South West hluta Washingtonborgar. Vid fengum ad heyra ad thetta vaeri ekki serlega fint hverfi en okkur likar agaetlega. Eg vona samt ad thetta se ekki hefdbundid hverfi thvi i gongufjarlaegd eru MacDonalds, Dominos, SevenEleven og einhver skyndibitasjoppa med skotheldu gleri a mili starfsfolks og vidskiptavina. Vid forum thangad fyrsta kvoldid og aftur i gaer. Starfsstulkan sagdi: You're back! Greinilega ekki mikid um hvita ferdamenn her um slodir. Vid erum samt mjog orugg. Thad er alltaf minnst einn loggubill fyrr utan 7/11 og jafnvel loggur inni ad kaupa ser rotvarnarefnakleinuhringi.

I gaer heimsottum vid Washington Post. Thar hittum vid fyrir Rodriguez nokkurn sem fraeddi okkur um thad helsta.
Eftir thad forum vid og fengum special tour i Thingbokasafninu - Library of Congress. Thad var frabaert. Svo gaman ad eg ihugadi ad skipta um ritgerdarefni - en hver nemandi skrifar um eitt af theim fyrirtaekjum sem vid heimsaekjum. Eg a ad skrifa um National Public Radio sem vid heimsaekjum a midvikudag.
A eftir liggur leid okkar i Plexus Consulting.

Annars var voda fjor i gaekvoldi. Vid drukkum mikinn bjor eins og Islendingum erlendis saemir og fengum oryggisvord hotelsins i heimsokn. Fyrr um daginn sau nokkur okkar James Blunt a hotelinu og um kvoldid foru tvaer domur i leidangur til ad finna hann. Thaer hittu fyrir oryggisvord og til ad koma ekki upp um sig sogdust thaer vera ad leita ad partyinu. What party?, sagdi oryggisvordurinn, og til ad koma ekki upp um sig budu domurnar honum i partyid okkar. Skiljanlega bra okkur thegar hann birtist en vid roudumst fljott.

Thess ma lika geta ad ein stulkan baud bandariskum hermanni ad setjast hja okkur a hotelbarnum. I ljos kom ad hann var sko aldeilis hlynntur stridinu og upphofst mikid vesen thegar vid reyndum ad losa okkur vid hann.

Eg skrifa bratt meira. Eg kemst samt ekki a thessa sidu - hoteltolvan blokkerar mig bara. Bandariska drasl hotel.
posted by ErlaHlyns @ 14:13   0 orð í eyra
12. mar. 2006
Gleðigjafi og skringilegheit
Sumir eru farnir að kunna á mig. Það skiptir litlu hversu leið ég er - ég tek alltaf gleði mína á ný ef ég skoða dýramyndir. Þessi kætti mig í gær.

Ef allt gengur að óskum verður næsta færsla skrifuð í D.C.
Þannig vill til að ég lendi í Baltimore klukkustund eftir að ég legg af stað en flýg þó í 6 tíma. Já, svona er veröldin undarleg.
posted by ErlaHlyns @ 11:16   0 orð í eyra
11. mar. 2006
Lesbíur og Das dritte Reich
Although homosexual acts among men had traditionally been a criminal offense throughout much of Germany, lesbianism (homosexual acts among women) was not criminalized. This was true in large part because of the subordinate role of women in German state and society. Unlike male homosexuals, lesbians were not generally regarded as a social or political threat. Even after the Nazi rise to power in 1933, most lesbians in Germany were able to live relatively quiet lives, generally undisturbed by the police.

Ég vona að ég komist á þetta safn í Washington-ferðinni.
posted by ErlaHlyns @ 14:28   0 orð í eyra
10. mar. 2006
Foreldrahlutverkið
Eins og kannski hefur farið framhjá einhverjum er ég mjög hrifin af Aðþrengdum eiginkonum, eða Örvilnuðum húsfreyjum, eins og einhver myndi segja.

Í þætti kvöldsins lék Lynette stórt hlutverk. Ég tók einhverju sinni próf þar sem útkoman átti að segja til um hverri þeirra ég væri líkust. Ég átti mest sameiginlegt með Lynette. Þá skildi ég aldrei af hverju.

Lynette er komin út á vinnumarkaðinn á ný og eiginmaðurinn er heimavinnandi. Einn daginn keypti hún rándýra dragt til að vera ekki síðri í tauinu en hinar konurnar á vinnustaðnum. Þegar hinn ábyrgi eiginmaður komst að því að dragtin kostaði 900 dollara krafðist hann þess að hún skilaði henni og myndi þess í stað borga fyrir tannréttingar barnanna.

Frúin hélt því fram að henni vegnaði mun betur í vinnunni vegna dragtarinnar og sagði eiginmanni sínum að stundum þyrfti fólk nú að leyfa sér munað. Aðeins þannig yrði fólk sátt við sjálft sig og stæði sig vel sem foreldri. Þegar Lynette skilaði ekki dragtinni ætlaði allt um koll að keyra - þar til hún dró upp úr skottinu glænýtt golfsett. Þá varð okkar maður kátur. Hann tók góða sveiflu og...

,,Wow, I feel like a better parent already"
posted by ErlaHlyns @ 00:41   0 orð í eyra
9. mar. 2006
Teikn á lofti
Ég virðist eiga auðvelt með að verða húkkt á hinu og þessu. Þessa dagana er ég háð iSketch. Það er einskonar Pictionary nema hvað að þetta er netleikur. Hægt er að velja sér leikherbergi með einhverju þema, þar sem eru bara teiknuð dýr eða matur, og mögulegt er að velja úr nokkrum tungumálum. Íslenska leikherbergið virðist þó lítið sótt þessa dagana. Ég dunda mér því við að teikna sideburns og veil.
Í gær klúðraði ég þó málunum all svakalega þegar ég byrjaði að teikna hest og skildi ekkert í því að enginn fékk stig fyrir að segja ,,horse". Þegar betur var að gáð hafði ég átt að teikna ,,hose". Smá misskilningur.
posted by ErlaHlyns @ 18:11   0 orð í eyra
Í bílahugleiðingum
Volkswagen Golf IDOL hljómar rosa vel. Ég ætla samt að bíða eftir að Toyota Land Cruiser LOST komi á markað.

Það er mikil framför að nú séu ekki einungis gerðir bílaþættir heldur einnig þáttabílar.
posted by ErlaHlyns @ 00:48   0 orð í eyra
8. mar. 2006
Barónessan
Lítil barónessa kom í heiminn í gær. Eins og allir vita búa barónessur á Barónstíg.
Enginn vissi neitt um kyn þessarar hefðardömu fyrr en hún kom í heiminn. Aðeins tvennt var öruggt - að barnið fengi femínískt uppeldi og heimaprjónaða peysu frá mömmu minni.

Það skal tekið fram að þetta er ekki barn mágkonunnar og bróður míns. Við þurfum víst að bíða aðeins lengur eftir því.

Ég sé fram á að þurfa að kaupa heilan helling af oggulitlum íþróttaskóm í útlandinu. Slíkir skór eru með því sætara sem ég veit.
posted by ErlaHlyns @ 01:56   0 orð í eyra
7. mar. 2006
Móðursjúkar kjellingar
Ef og vonandi þegar ég verð ólétt ætla ég að finna mér auðsveipan lækni.

Mágkona mín er ólétt og með grindargliðnun. Það er innan við ár síðan hún átti síðasta barn sitt og þá var hún líka með grindargliðnun. Í vinnunni þarf hún að standa mestallan daginn. Hún treystir sér ekki til að sinna starfi sínu eins lengi og ætlast er til af henni samkvæmt lögum og reglugerðum. Og hvað segir læknirinn? ,,Jú, jú, hvaða aumingjaskapur er þetta. Það er ekki eins og þú sért veik - þú ert bara ólétt".

Vissulega er það ekki sjúkdómur að vera með barni en kannski bara verður sumt erfiðara en áður. Það er nú einu sinni staðreynd að ólétta leggst misvel í konur.

Já, þegar ég verð ólétt vil ég ekki lækni sem segir mér hvernig mér líður.
posted by ErlaHlyns @ 16:46   0 orð í eyra
Óskar í póstinum
Rafrænu vegabréfin eru greinilega alveg mögnuð. Þau eru svo fullkomin að engin ástæða er til þess að fólk sæki þau til Útlendingaeftirlitsins. Vegabréfin eru bara send með almennum póstsendingum - í umslögum merktum stofnuninni.

Ég fékk mitt í dag.

P.s.
Heyrðir þú stórgóða og vel lesna Óskars-umfjöllun í útvarpsfréttum Rúv?

P.p.s.
Nýlega hugsaði ég um að leigja mér Crash en ákvað að gera það ekki því ég hafði heyrt svo margt gott um hana. Þá verð ég iðulega fyrir vonbrigðum.
Nú get ég alls ekki séð hana fyrr en eftir 2 ár hið minnsta.
posted by ErlaHlyns @ 00:23   0 orð í eyra
6. mar. 2006
Drepum félaga okkar
Ekkert skil ég í þessu fólki sem er að panikka yfir fuglaflensunni. Ég reyni að taka fregnum af henni með stóískri ró.

Ekkert skil ég í frístundabóndanum sem drap alla fiðruðu vini sína því hann vildi ekki bera ábyrgð á því að börn sem væru að gefa fuglunum smituðust af fuglaflensu, ef ske kynni að hún bærist hingað og ef hans fuglar myndu mögulega sýkjast.

Því síður skil ég í Þjóðverjunum sem nú streyma með kettina sína til aflífunar. Kattaeigendur hér á landi eru víst líka uggandi.

Eitt er víst og það er að ég ætla ekki að drepa dýrin mín í ,,fyrirbyggjandi aðgerðum". Hvar myndu þær aðgerðir enda?
posted by ErlaHlyns @ 14:45   0 orð í eyra
4. mar. 2006
Vandamál hversdagsins
Eftir að ég gerðist húsmóðir í hjáverkum setti ég mér nokkrar grunnreglur. Ein þeirra er að kíkja í ryksugupokann ef ég ryksuga upp skartgripi. Önnur regla er að kíkja ekki ef ég ryksuga upp skordýr. Nú rétt í þessu var ég að ryksuga - fyrst fjarlægði einhvern pödduandskota og síðan eyrnalokk. Nú er illt í efni.
posted by ErlaHlyns @ 20:20   0 orð í eyra
3. mar. 2006
Tveggja stjörnu hótel
Við erum búin að bóka hótelherbergi í Washington. Hótelið heitir því óþjála nafni Best Western Capitol Skyline Hotel. Um hótelið má lesa: Staff was very friendly, even thought they had no sense in direction.
posted by ErlaHlyns @ 08:45   0 orð í eyra
2. mar. 2006
Rétt skal vera rétt
Garbage Man - sanitation engineer
Tone Deaf - musically delayed
Psychopath - socially misaligned
Incompetent - specially skilled
Rudeness - tact avoidance
Dirty Old Man - sexually focused chronologically gifted individual
Large Nose - nasally gifted
Wrong - differently logical

Og síðast en ekki síst:
Cowardly - Challenge Challenged

Já, maður verður að tileinka sér pólitíska rétthugsun.

Síðan var ég að komast að því að brundur var aldrei neitt dónaorð eins og það er í dag. Í gömlu máli var orðið brundtíð notað um fengitíma. Einnig voru orðin þarfanaut og brundhrútur jafngild hér áður fyrr.

Íslendingar nútímans eru bara dónapakk.
posted by ErlaHlyns @ 17:48   0 orð í eyra
1. mar. 2006
Til sölu - tæki sem virka !
Þessa dagana geng ég um með gamlan lánssíma.

Hér er verið að auglýsa síma sem mér finnst ansi hreint freistandi. Sérstaklega finnst mér áhugavert að það er tekið fram að í honum séu ,,4 leikir sem virka". Þetta veldur mér þó einnig áhyggjum. Hvað með fjölhringingarnar, myndavélina og dagatalið? Virkar það ekki?
posted by ErlaHlyns @ 15:12   0 orð í eyra
Fífl vikunnar...
... er fólk beygir út á hægri akrein eftir að hafa verið í innri hring á hringtorgi.

Ég kann margar fíflasögur og ég held að flestar þeirra tengist fólki við akstur.
posted by ErlaHlyns @ 14:37   0 orð í eyra
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER